Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

Tímalína 1923 - 1948 - Ævi og störf Guðmundar og Sigríðar

Teikning Guðmundar H. Þorlákssonar af framhlið skýlisins. Aðal inngangur vinstrameginn.
Teikning Guðmundar H. Þorlákssonar af framhlið skýlisins. Aðal inngangur vinstrameginn.

Flutt í Verkamannaskýlið

1923

Guðmundur sækir um og fær stöðu 

UMSJÓNAR- OG VEITINGAMANS Í VERKAMANNASKÝLINU í Reykjavík.

Sigríður og Guðmundur flytja með 6 börn á aldrinum 1 til 16 ára, inn í "íbúð" í eystri enda Verkamannaskýlisins: eina litla stofu og eldhús á neðir hæð og eitt herbergi á efri hæð,.

KJÖR:

Guðmundur þarf að starfa eftir ýtalegu erindirbréfi. 

,,Umsjónarmaður fær fyrir starfa sinn leigulausa íbúð í húsinu, stofu og eldhús niðri, svefnherbergi og geymslu uppi, og svo ókeypis ljós og hita, en sjálfur leggur hann til efni til ræstingar í skýlinu."

Arður af veitingassölu sem þó er háður eftirliti skýlisnefndar.


Salerni skulu opin fyrir almenning frá klukkan hálf sex á morgnanna til 10 á kvöldin. Eftir hverja notkun salernis skal setan þvegin og sótthreynsluð.  Fyrir afnot salernis skal greiða 10 aura. Þetta gerði í raun kröfu til þess að þarna varð að vera starfsmaður sem Guðmundur þurfti að launa.

Fjölskyldan skömmu eftir að þau komu í skýlið
Fjölskyldan skömmu eftir að þau komu í skýlið

Þessi mynd er líklega tekin seint á árinu 1924.  

Efri röð f.v.: Sigurður Helgi, Guðrún Jónína og Elín.  Fremri röð f.v.: Sigríður Helgadóttir,  María, Magnús Óskar, Guðmundur Magnússon og Magnea Guðný.
Alþýðublaðið - 1. nóv 1924 bls. 4
Alþýðublaðið - 1. nóv 1924 bls. 4

1924

Héðin Valdimarsson fyrir hönd fulltrúaráðs verkalýðsfélagana,  sendir Borgarstjóranum í Reykjavík beiðni um að Kvöldskóli Verkamanna fái inni í Verkamannaskýlinu leigulaust og er það veitt og var skólinn þar um veturinn 24-25  þrjár stundir á kvöldi.

1925

Fædd Sigurmunda  20. jún.

1926

Fædd Halldóra  13. des


Sigríður er stofnfélagi og aðstoðarritari í fyrstu stjórn Systrafélagsins Alfa


1928
KJÖR:

Arður af sölu hefur nú dregist verulega saman vegna þess að Mjólkursamsalan hefur opnað verslun viðhöfnina og selur þar vörur á sama verði og Guðmundi býðst til endursölu í skýlinu.

Eftir að hafa skrifað Borgarstjóra bréf með óskum um bætt kjör og viðhald á skýlinu fær hann fasta greiðslu 50 kr. á mánuði úr bæjarsjóði. Jafnvirði launa verkamanns fyrir 42 klst.  Ekkert er hugað að viðhaldi á húsnæðinu.

1930

Skráning atvinnulausra fer fram í Verkamannaskýlinu


1933
KJÖR: 

Íbúðin er nú talin óíbúðarhæft af trúnaðarlækni.

Arður af sölu sem er orðin mjög lítill.

Guðmundur fær nú 125 kr.á mánuði úr bæjarsjóði. Jafnvirði launa verkamanns fyrir 92 klst.

1934
Kjör

Arður af veitingasölu er orðin afar rýr.  

Guðmundur fær nú 200 kr.á mánuði. Jafnvirði launa verkamanns fyrir 147 klst.

1935

Andast Guðrún Jónína 23. jan.

Alþýðublaðið 16. sep. 1936  Mynd af einum af skipsköttunum er innfeld af SM
Alþýðublaðið 16. sep. 1936 Mynd af einum af skipsköttunum er innfeld af SM

1936


Pourquoi-Pas ferst.  

Einn af skipsköttunum hafði þó forðað sér áður en skipið lét úr höfn og settist að í Skýlinu.

Myndin af kisu er fengin úr bókinni Jean - Baptiste Charcot  útg. JPV
Uppskipun á Miðbakka 1942 - hér má sjá Skýlið handan við vörubraggana.  ( )
Uppskipun á Miðbakka 1942 - hér má sjá Skýlið handan við vörubraggana. ( )

1939

Heimsstyrjöldin síðari hefst 1. sept. með innrás Þjóðverja í Pólland.


1940
Kjör:

Enn er nær enginn arður af veitingasölunni en Guðmundur fær nú 200 kr. á mánuði sem

er jafnvirði 111 kl.st vinnu verkamanns. Opnunartími er óbreyttur og enn sem fyrr verður Guðmundur að hafa mann í vinnu við vörslu á salernunum en aðgangurinn kostar enn 10 aura. Ekkert bólar á viðhaldi á húsinu. 

1944

ÍSLAND SJÁLFSTÆTT RÍKIR 17. JÚNÍ.

1945

Heimsstyrjöldinni síðari líkur með uppgjöf Japna.

1947
Kjör:

Miklar verðlagsbreytingar hafa átt sér stað yfir stríðsárin.  Guðmundur fær nú greiddar 200 kr á mánuði + 60 kr. verðlagsuppbót.  Jafnvirði launa verkamanns í 29 klukkustundir.

Sláðu hér til að halda áfram á tímalínunni.

Sigþór Magnússon