Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

1949 - 1980 - Ævi og störf Guðmundar og Sigríðar

1949
Lokað


Guðmundur er orðinn rúmlega sjötugur og farinn að kröftum. Ákveðið er að loka verkamannaskýlinu.  Nú bregður svo við að borginn sér að það þarf að fara í veigamiklar lagfæringar á Skýlinu.  Var mál til komið enda húsið mjög illa farið eftir viðhaldsleysi borgaryfirvalda.  Tekist er til við meiriháttar lagfæringar.  Setja inn hitaveitu, laga gólf og þiljur, þetta glugga, mála og margt fleira sem Guðundur hafði óskað eftir skriflega í mörg ár.


Kjör:

Þrátt fyrir fögur fyrirheit borgaryfirvalda þurfa Guðmundur og Sigríður að sækja fast að fá eftirlaun og að efnd verði loforð um húsnæði fyrir þau í ellinni.  Eftirlaun Guðmundar eru 800- kr. á mánuði. Jafnvirði launa verkamanns fyrir 87 kl.st. Borgin lætur þau fá íbúð í Höfðaborg 28 en það húsnæði var afar lélgt enda byggt sem bráðabyrgðahús.

1957

Guðmundur andast 15.september.


Sígríður fær nú eftirlaun eftir mann sinn,  468- kr. á mánuði.  Jafnvirði launa verkamanns í 24 klst.

1960

Sigríður flytur til Magnúsar sonar síns og hans fjölskyldu í Heiðargerði 55 í Reykjavík.

Sigga - Bagga - Eyja - Jóna
Sigga - Bagga - Eyja - Jóna

1965

1965 var gerð ferð með Kvíavallasystur að rústum Kvíavalla á Rosmhvalsnesi.  Þar tók Valgeir Backmann þessa skemmtilegu mynd af þeim sýstrum í gömlu húsatóftunum sem vor nær að falli komnar.  Það fór vel á með þeim systrum að vanda og mikið hleigið í þeirri ferð.

1980

Sigríður andast 18.mars.

Sigþór Magnússon