Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

Tímalína 1876 - 1906 - Æfi og störf Guðmundar og Sigríðar

Upphaf Guðmundar:

1876

 Guðmundur Magnússon  fæddur á Heggstöðum, Hvanneyrarsókn, Borg. 10. júlí 


Alsystkini:  Guðjón Magnússon 1865 - 1866      Magnús Magnússon 1867 - 1934

Ingibjörg Magnúsdóttir 1869 - 1869                 Anna Sigríður Magnúsdóttir 1870 - 1870

Guðrún Magnúsdóttir 1872 - 1875

Sammæðra:  Jón Bjarnason 1858 - 1858           Guðmunda María Guðmundsdóttir 1863 - 1864

1878

 Guðmundur Flytur að Lambastöðum á Álftanesi

1886

Guðmundur missir föður sinn

Magnús Þorsteinsson sem fæddist í Saurbæjarsókn, Kjós. 1829 og lést á Eyvindarstöðum 30. júlí 1886.

1890

Guðmundur missir móður sína

Maríu  Magnúsdóttir  sem fæddist  í Reykjavík 27. mars 1835  og lést  12. apríl 1890

Upphaf Sigríðar

1889

Sigríður Helgadóttir fædd á Kvíavöllum, Útskálasókn, Gull. 16. september


1898

Guðmundur er í skipsrúmi á skútu hjá Sigurði Jónssyni og sem vinnumaður í 1 ár


Skólavarðan sem stóð þar sem nú er stytta af Leyfi heppna.  (  )
Skólavarðan sem stóð þar sem nú er stytta af Leyfi heppna. ( )

Sigríður flytur til Reykjavíkur

1901

Guðmundur fer með Kristmundi Eysteinssyni frá Hraunsholti til Noregs að sækja Kútter "Lindey". Eru 4 á skipinu hrepptu illviðri og voru 16 sólarhringa á leiðinni heim.

1902

Sigríður flytur með foreldrum og systrum til Reykjavíkur. Tvær eldri dæturnar ásamt móður þeirra fara gangandi tveggja daga leið frá Kvíavöllum. Hafa næturdvöl í Kapelluhrauni.   Fara í nýja sauðskinnsskó og setja upp sparisvunturnar, þegar þær koma að  Skólavörðunni, áður en gengið er inn í "borgina"Togarinn
Togarinn "Jón forseti" ( 2 )

1902 til 1905

Stundað Guðmundur skósmíðanám hjá Magnúsi bróður sínum.  Býr hann hjá Magnúsi og konu hans  Guðfríði Guðmundsdóttur Hanse, fyrst í Ánanaustum, síðan á Frakkastíg 9, Laugavegi 59 og nr 55 (flytja árlega).

1906

Guðmundur lærir matreiðslu:

Guðmundur ræður sig til Halldórs skipstjóra á fyrsta togara Alliance félagsins,  "Jón forseta". Með því skipi kom lærður enskur matreiðslumaður sem var yfir vertíðina. Hjá þessum manni lærði Guðmundur matreiðslu um vorið og tók við starfi hans í júlímánuði það ár.

Frá Þvottalaugunum í Laugardal. Tauvagninn í foregrunni. ( 3 )
Frá Þvottalaugunum í Laugardal. Tauvagninn í foregrunni. ( 3 )

Guðmundur og Sigríður hefja búskap:

Guðmundur er skráður til húsnæðis á Bræðrabogarstíg 13 í húsi hjónanna Sigurðar Guðmundsonar trésmiðs og konu hans Guðrúnar Steindóttur.  Líklega var Sigríður vinnukona hjá þeim hjónum og Guðmundur kostgangari því þetta ár er hann nær allt á sjó.   Guðmundur finnur sér þó tíma til að stíga í vænginn við hana. Sækir hana í þvottalaugarnar og"hleypur eins og hind með þungan þvottavanginn með blautum þvottinum" að sögn Sigríðar.


Guðmundur og Sigríður gifta sig 17. nóvember 1906

Sláðu hér til að halda áfram á tímalínunni.

Sigþór Magnússon