Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

Lífið eftir skýli

Svolítið um herslutækið hennar ömmu.

Guðmundur Magnússon (Gvendur í Skýlinu - skýlisvörðurinn). (10.07.1876 - 15.09.1957)  og kona hans Sigríður Helgadóttir (16.09.1889 - 18.03.1980) hófu rekstur Verkamannaskýlisins í Reykjavík 1923 og sáu um hann til ársins 1949.  Sýlið var í eigu Reykjavíur en umsjón og rekstur í höndum þeirra hjóna með mismiklum stuðningi frá borginni.  Þrautagöngu þeirra í samskiptum við boraryfirvöld verður ekki gerð skil hér en við starfslok þeirra komst loks skirður á lagfæringar á húsnæðinu sem Guðmundur hafði þáfaldlega óskað eftir skriflega í mög ár. Samningar um reksturinn voru margsviknir öll árin sem og önnur fögur fyrirheit borgaryfirvalda.  Guðmundur og Sigríður þurftu þannig að að sækja fast að fá eftirlaun og að efnd verði loforð um húsnæði fyrir þau í ellinni.  Eftirlaun Guðmundar urðu 800- kr. á mánuði. Jafnvirði launa verkamanns fyrir 87 kl.st. Borgin lætur þau ekki fá góða íbúð eins og lofað var, heldur fá þau íbúð  í Höfðaborg 28 en það húsnæði var afar lélgt enda byggt sem bráðabyrgðahús. 

Guðmundur var farinn að heilsu og meira og minna rúmliggjandi síðustu árin.  Við andlát hans 1957 fær Sigríður eftirlaun eftir mann sinn,  468- kr. á mánuði.  Jafnvirði launa verkamanns í 24 klst.   Við þetta verður ekki búið og 1960 flytur hún til Magnúsar sonar síns og hans fjölskyldu í Heiðargerði 55 í Reykjavík. 

Sigríður var einlæglega trúuð og einstaklega geðgóð kona.  Sambúð hennar með fjölskyldunni var því ánægjuleg og var mikill vinskapur með Sigríði  og Guðrúnu  (Nunnu) konu Magnúsar.  Synir þeirra nutu góðs af samveru með ömmu og að fá að upplifa einlæga trú hennar í orði og verki.  Sigríður var hagleikskona og féll sjaldan verk úr hendi.  Hún prjónaði mikið og seldi handverk því hún vildi hafa sinn hag þannig að ekki væri á aðra hallað. 

Sigríður og hannar fólk þekti vel til margra smábátasjómanna.  Þannig kom það til að hún fór að hnýta fyrir þá öngla á tauma.  Sigríði fórst þetta verk vel úr hendi en fljótlega komst hún að því að hún átti erfitt með að hafa hnýtinguna nægilega herta.   Hannaði þá Magnús sonurhennar „herslutæki“  til þess og gat hún þá enn um sinni  náð sér í smá aura með hnýtingum.  Strákarnir fengu líka af og til að hjálpa til við hnýtingarnar og taka á „herslutækinu“.

Línuveirar hafa lengi verið stundaðar af landróðrabátum. Línan samanstendur af lóðitaumum og önglum/krókum.   Í landi er beita sett á hvern öngul.  Línan sem kölluð er lóð hefur um 100 öngla.   Oftast eru fjögur lóð tengd saman og lögð á sétstakan hátt í hring  í svokallaðan bjóð/ bala .   Á á hverri lóð eru 40-50 cm langir taumar með um eins og hálfs metra millibili.   Á enda taumanna er svo öngullinn sem beitan er fest á. Stærð önglanna fer eftir hvaða fisktegund á að veiða. Reglulega þarf að endurnýja taumana á línunni.  Það er því nauðsynlegt að vera með lager af tilbúnum taumum þegar verið er að beita. 

Herslutækið hennar ömmu
Herslutækið hennar ömmu
Sigþór Magnússon