Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

Lífið í skýlinu

Guðmundur er 47 ára og Sigríður 34 ára með 6 börn þegar þau flytja í skýlið.  Á þessu tíma er gríðarlegt húsnæðisleysi í Reykjavík og höfðu þau hjónin búið í íbúð með tveimur öðrum fjölskyldum þar sem var eitt sameigninlegt eldhús.

 Þessi "íbúð" í eystri enda Verkamannaskýlisins var ein lítil stofa og eldhús á neðir hæð og eitt herbergi á efri hæð.  Eldhúsið var eina eldhúsið í Sýlinu enda innangengt úr því inn í salinn. 

Í raun var aldrei gert ráð fyrir að þarna byggi fjölskylda eins og raunin varð.  

Húsið var ekki byggt að öllu leiti samkvæmt teikningum. Dyr á eysti gafli urðu gluggi en dyr settar á langvegg sem snéri að höfninni.  Þetta var m.a. til að stiginn upp á loft tæki ekki of mikið af rýminu.

Guðmundur hafði verið valinn úr hópi manna sem sóttu um og skiptar skoðanir voru um hvernig framkvæma átti þetta nýja "embætti" .  Ljóst má vera að sumir töldu að þarna yrði mikil uppgrip fyrir þann er fengi, þó raunin yrði önnur.  Starfinu voru setta nokkuð skýrar og þröngar skorður og nefnd skipuð til að hafa yfirumsjón með starfi Skýlisins.  Ekki er að finna í gögnum borgarinna miklar heimildir um þessa nefnd og virðist hún ekki hafa tekið virkan þátt í því að tryggja góðan rekstur í Skýlinu.  

Samkvæmt skipunarbréfinu var Guðmundur í raun verktaki sem átti fyrst og fremst að hafa tekjur af sölu veitinga og því ekki þyggja nein laun frá bænum en fá frítt húsnæði, rafmagn og hita. (Nokkuð sem þótti mikils virði í þeim húsnæðisskorti sem þá var í borginni).   Í erindisbréfinu sagði m.a. ,,Umsjónarmanni skal heimilt að selja gestum skýlisins kaffi, kókó, te, mjólk, innlenda gosdrykki og öl,  haframjölsgraut og smurt brauð við því verði sem nefndin samþykkir, og skal sú verðskrá auglýst í skýlissalnum." Þetta fyrirkomulag gekk upp fyrstu árin en mjög fljótlega fór að halla undan fæti með reksturinn.  Ástæður þess voru fjölmargar en ljóst að strax frá byrjun var lögð áhersla á að verðlag væri allt sem hagkvæmast enda viðskipavinirnir verkafólk með lítil efni og flestir með stopula vinnu.


Mjög gott samkomlag var milli þeirra hjóna og verkaskipting skýr.  Guðundur sá um allt sem fram fór í salnum, seldi kaffi og meðlæti og hélt þar uppi festu og aga á ákveðinn en hlýjan hátt.  Sigríður réði að mestu í eldhúsinu, hafði umsjón með þvottum og tók þátt í að halda öllu hreinu og fínu auk þess að reka stórt heimili í þröngu húsnæði.  Hún lét það ekki á sig fá og var ekki síður en Guðmundur hvers manns hugljúfi og ætíð viljug til góðra verka.

  

Sigríður var trúheit kona með djúpa sannfæringu.  Hún ráðfærði sig við sóknarprest sinn þegar hún fann að hún aðhylltist hugmyndum sjöndudags aðventista sem þá voru að kynna sig í Reykjavík.  Þegar hann gat ekki annað en staðfest að þeir hefðu mikið til síns máls gekk hún söfnuðinn og starfaði í honum alla sína æfi.  Sigríður hafði starfað í Kvenfélginu Hringnum og var áhugasöm um líknarmál.  Hún tók því fljótt að beita sér í söfnuðinum og 1926 var hún stofnfélagi og aðstoðarritari í fyrstu stjórn Systrafélagsins Alfa.  Það er dugur í konu sem gerir slík með sjö börn og eitt á leiðinni. 


Starfs Vertsins var ætíð mjög tímafrekt og vinnudagurinn langur og erilsamur.  Vertinn varð að ráða starfsmann til að sjá um salernin í vestari enda hússins.  Settar höfðu verið reglur um umgengi þar enda fyrsta almenningssalernið í borginni. Greiða þurfti fyrir að fara á klósett en ekki fyrir að nota "pissuskálina".  Verðið var 10 aurar og hélst það óbreytt alla tíð.  Það var því fljótt sem Guðmundur þurfti að sjá um laun þessa starfsmanns því þjónustugjaldið dugði hvergi.

Sigþór Magnússon