Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

Lífið fyrir skýlið

Seinni hluti 19. aldar var tími þrenginga og vaxandi erfiðleika hjá alþýðu manna.  Fjölskylda

Magnúsar Þorsteinssonar var þar engin undantekning.  Magnús var fæddur í Saurbæjarsókn, Kjós. 1829  en alinn upp af föðursystur sinni Önnu Magnúsdóttur og Þórarni Sveinssyni manni hennar. 

Magnús var dugandi til verka, vann fyrst sem verkamaður í Reykjavík og kynnist þar konu sinni Maríu Magnúsdóttur sem hafði alist upp hjá Ingimundi Gunarssyni.  Þau giftast 1864.  Magnús reynir hvað hann getur að framfleyta fjölskyldunni.  Hann gerist  bústjóri í Borgarfirði, Húsmaður á Ferjubakka og reynir svo að hafja búskap á Heggsstöðum í Andakíl.  Þetta eru harðir tímar og húsakostir og almennt heilsufar andsnúið nýfæddum börnum.

Áður en María kynntist Magnúsi hafði hún orðið ófrísk eftir Bjarna Sigurðsson en misst barnið. Hún giftist síðan fyrri manni sínum Guðmundi Jónssyni 1861 en hann andaðist 1862.  Hún var þá ófrísk af dóttur þeirra Guðmundu Maríu en hún andaðist á fyrsta aldursári.

 

María og Magnús giftust svo 5.10. 1864. 1865 eignst þau sitt fysta barn sem þau gefa nafnið Guðjón en hann deyr á fyrsta aldursári.  María verður fljótt ófrísk á ný og 1867 eignast hún drenginn Magnús sem reynist hraustur og kemst vel til manns. 

 

Næstu ár eignast þau hjónin þrjár dætur sem allar deyja ungar.  1876 fæðist svo Guðmundur að Heggstöðum en þau flytja tveim árum síðar að Lambstöður (eða Deildarkoti) á Álftanesi.

30. júlí 1886 deyr Magnús og María andast 12. apríl 1890 .


Guðmundur er því munaðarlaus aðeins 14 ára gamall. Hans traust er því allt lagt á eigin dugnað því eldri bróðir hans Magnús bjó úti á landi.  Guðmundur réði sig því fljótt til sjómennsku og þótti standa sig vel.   Hann býr nú Tröð á Áftanesi hjá hjónunum Jóhönnu Guðmundsdóttur og Gísla Gíslasyni.  Gísli deyr í september 1899 og flytur Jóhanna skömmu síðar, ásamt með Gísla syni sínum til Reykjavíkur.   Góður vinskapur hafði tekst með Guðmundi og Gísla yngir enda eru þeir nær jafnaldra. Guðmundur stundar sjómennslu en Gísli lærir trésmiði og vinnur síðan við almennar smíðar og skipasmíði.  

Árið 1900 ræður Guðmundur sig til í skipsrúm á skútu hjá Sigurði Jónssyni skipstjóra og útvegsbónda í Görðum á Seltjarnarnesi og var síðan vinnumaður hjá honum í eitt ár.  1901 fer Guðmundur  með Kristmundi Eysteinssyni frá Hraunsholti til Noregs að sækja Kútter "Lindey". Þeir eru fjórir á skipinu.  Á heimleiðinni  hreppa þeir mikil illviðri og hrekjast um í - 16 sólarhringa á leiðinni heim.  Þrátt fyrir þessa sjóraun  stundar Guðmundur áfram sjóinn og er á ýmsum skútum við góðan orðstýr.

Víkur nú sögunni að Sigríði sem alist hafið upp í foreldrahúsum á Kvíavöllum á Rosmhvalsnesi. Hún er elst fjögurra systra. Sigurður Helgi Jónsson faðir hennar er dugnaðabóndi, en það eru erfiðir tímar. Sjóslys eru tíð því bátar eru litlir árabátar og þó þeir hafi sumir nokkur segl.  Ekki er róið frá höfn heldur úr fjörunni úr þeim vörum sem voru ýmist af náttúrunnar hendi eða manngerðar.   Þurftu menn að sæta lægi við sjósetningu og lendingu.   Búsmali var einnig lítill og í raun þröngbýlt og lítil von til að auka við sig.  

Sigurður Helgi og Halldóra kona hans bregða því búi 1901 og flytjast til Reykjavíkur.  Sigurður tekur þá litlu búslóð sem þau áttu og yngri dæturnar tvær 6 og 7 ára með sér á báti til Reykjavíkur en Halldóra gengur með tveim eldri dætrunum 10 og 12 ára tvær dagleiðir í bæinn. Stór hluti leiðarinnar er yfir úfið hraun þó farið sé um reiðgötu þá er svart hraunið á báðar hendur og vegurinn illfær litlum fótum.  Fyrri dagleiðina endar þær í Kapelluhrauni þar sem þær gista eina nótt. Daginn eftir halda þær sem leið liggur til Reykjavíkur.  Þegar þær koma að skólavörðunni sem þá var í útjaðri bæjarins, skipta þær um skófatnað og setja upp sparisvunturnar áður en gengið er niður holtið og í bæinn.

Reykjavík er ekki stór 1902  (Úr Bæjarskrá Reykjavíkur 1902)
Reykjavík er ekki stór 1902 (Úr Bæjarskrá Reykjavíkur 1902)
Sigríður Helgadóttir um þrítugt
Sigríður Helgadóttir um þrítugt

Sautján ára ræðst Sigíður í vist þar sem hún sinnir almennum húsverkum, sér um þvotta og þjónar kostgöngurum.  Þvottar voru mikil vinna því öllum þvotti var safnað saman á vagn sem Sigríður dróg síðan inn að þvottalaugum u.þ.b. 5 kílómetra leið.  Farið var snemma dags og þvegið í heitum laugunum fram eftir degi.  Þurkað ef til þess viðraði en annars farið með blautan þvottinn heim.  Var það oft erfið ferð, í nær hvaða veðri sem var. 


Á efri árum sagði Sigríður oft frá því þegar hún eitt sinn var að færa Guðmundi (kostgangara) mat á disk. Að öllum líkindum vænan lúðubita. Þá slær hann léttilega á rassin á henni um leið og hann segir,,Þakka þér fyrir elskan mín".   Húsfreyjan á heimilinu sér og heyrir þetta og segir við Sigríði  "Þetta verður ekki í síðasta sinn sem hann segir elskan við þig, heillin mín" .

,,Þetta fannst mér nú varla koma til greina því hann var svo myndarlegur og mun eldri en ég.  En sú varð þó rauninn" sagði Sigríður með blik í auga. 

Ekki sindraði minna í augum Sigríðar þegar hún sagði frá því þegar hún var að leggja af stað upp brekkuna með þungan tauvagn frá þvottalaugunum að hún sér ,,stór-myndarlegan mann koma léttstígan á móti sér og taka við vagninum eins og hlaupa með hann eins og léttstíg hind.  Þar var Guðmundur minn kominn"  Þessi kæleikur og gagnkvæma virðing einkendi þau alla æfi.

Togarinn
Togarinn "Jón forseti"

Árið 1906 kemur fyrsti togarinn sem smíðaður er fyrir íslendinga.  Þetta er togarinn "Jón forseti" í eigu Alliancefélagsins. Skipstjóri  er Halldór Þorsteinsson og fær Guðmundur skipsrúm hjá honum á fyrstu vertíð skipsins.  Um borð er lærður Enskur matreiðslumaður, Joseph Long.  Ljóst var frá upphafi að Joseph væri aðeins ráðinn út júnímánuð.  Hjá þessum manni lærði Guðmundur matreiðslu um vorið og tók síðan við af honum og var matsveinn út vertíðna sem lauk í lok september. 

Guðmundur er að öllum líkindum fyrsti íslenski sjómaðurinn sem lærði hvernig bera ætti sig að við matreiðslu til sjós.   Upp frá þessu vann Guðmundur yfirleitt sem matsveinn þegar hann var til sjós.

Sigþór Magnússon