Verkamannaskýlið

Verkamannaskýlið

Menu

Kvíavellir

Systurnar frá Kvíavöllum
Systurnar frá Kvíavöllum

Í dag 2016 eru rústir einar á æskuheimili Sigríðar og hennar systra.   Þarna eru samt rætur okkar sem rekjum ættir okkar til þeirra og af of til vitjum við þessara slóða.

1965  var gerð ferð með Kvíavallasystur að rústum Kvíavalla á Rosmhvalsnesi.  Þar tók Valgeir Backmann þessa skemmtilegu mynd af þeim sýstrum í gömlu húsatóftunum sem vor nær að falli komnar.  Það fór vel á með þeim systrum að vanda og mikið hleigið í þeirri ferð.

4. september setti Gaðar Baldvinsson eftirfarandi fésbókarfærslu:

Í gær fór ég suður á Reykjanes að kanna rætur mínar í móðurætt. Sigga amma, móðir mömmu, fæddist á Kvíavöllum hjá Garði. 12 ára gömul gekk hún með systur sinni sem var 11 ára þaðan og til Reykjavíkur en fjölskyldan fór annars á bát sínum yfir flóann. Hvernig segir maður 11 og 12 ára börnum hvernig þær eigi að ganga til Reykjavíkur, fyrir heilan Faxaflóa, og lenda á tilteknum stað? Eina kennileitið árið 1902 var hin stóra Skólavarða sem átti að sýna stúdentum í Lærða skóla veginn til Reykjavíkur. Leiðin er ríflega 50 kílómetrar. Yfir stórhættuleg hraun að fara sem teljast líkari tunglinu en jarðneskum stöðum. Hvað um það, fortíð mín er orðin ansu rústuð, ekki ósvipað og það sem eftir stendur af bænum sem þau bjuggu í og skildu eftir. Stærð bæjarins er 13 sinnum 10 skref. Semsé minna en stofan í minni litlu íbúð sem ég bý þó aleinn í og þykir mörgum það þröngt í búi :) Hér set ég að gamni kort af svæðinu sem ég hef sett inn texta til skýringar og fróðleiks, og eru allar upplýsingar niðurstaða mikillar rannsóknar, en allar ábendingar eru vel þegnar. Ásamt kortinu eru myndir af rústunum í kafgrasi sem nær mér í mjöðm :) Og loks er mynd af Kvíavallasystrum sem tekin var í dyrum Kvíavalla 1965 (Valgeir Fridolf Backman léði mér eintak af myndinni sem pabbi hans tók) :)

Kort með athugasemdum frá Garðari
Kort með athugasemdum frá Garðari

Færsla Garðars um þessa mynd: Rústir Kvíavalla við afleggjarann til Hafurbjarnarstaða. Bæjarrústirnar líklega til vinstri, skv. uppl. í t.p. frá Reyni Sveinssyni á Þekkingarsetri Suðurnesja, netfang reynir@thekkingarsetur.is, en hann tók þessa mynd af Google Jörð. T.p. 28.7.2016.


„Ár 1886, mánudaginn þann 7. júnímán., voru skýrð upp landamerki áminnztrar jarðar [þ.e. Hafurbjarnarstaða], og eru þau sem hér segir: Sunnan til á Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, þaðan stefna mörkin upp í nyrðri brún á stokkmyndaðri klappavör með mark LM, er liggur niður frá útnorðurhorni túngarðs jarðarinnar við sjóinn. Ræður svo túngarðurinn mörkum, þar til kemur að túnmörkum jarðarinnar að norðan við túnmörk Kolbeinsstaða, er þar merktur steinn LM. Þaðan liggja mörkin milli túna áminnztra jarða til suðurs, þar til kemur að fornaldargarðlagi stutt frá Hið fornaKolbeinsstaðabrunni, er þar merktur steinn LM, þaðan að jarðföstum steini fyrir vestan Kvíavelli með sama marki, þaðan að vörðu á sjávarkampinum spölkorn fyrir sunnan hústóft, er á kampinum stendur; þaðan fram á Mávatanga að þar settu marki LM á klöpp. Þaðan ræður sama sjónhending alla leið út í sjó. (Áminnzt LM þýðir landamerki.)

Túnmörk jarðarinnar eru; að norðan, frá markasteini við tún Hafurbjarnarstaða liggur túngarður til austurs, er girðir af túnið alla leið upp fyrir þurrabúðarbýlið Efstabæ, beygist þá túngarðurinn til suðurs, þar til kemur að jarðfastri klöpp með mark innan til við túngarðinn, skammt fyrir sunnan þurrabúðarbýlið Suðurkot, beygjast svo mörkin í vestur beint á fornaldargarðlag (í því er merki um friðlýstar fornleifar), er aðskilur tún Mörkjarðarinnar frá túni Kvíavallanna, þá áfram eftir garðlaginu, meðan sömu stefnu heldur, að merktum steini sunnan til við Brunn (vatnsból jarðarinnar), beygjast þá túnmörkin til norðurs að þeim upphaflega áminnzta markasteini, síðast umgetin markstefna aðskilur tún jarðarinnar frá túni Hafurbjarnarstaðanna. Einkennismark á áminnztum steinum er LM, er þýðir landamerki.

2. Vestan til á miðju Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, ræður þaðan fjörumarklína að norðanverðu alla leið upp á sjávarkampinn sunnanhallt við þann enda Lambarifs, er að sjávarkampinum liggur; er þar á kampinum varða með marksteini í, merktum LM. Beygja svo fjörumörkin suður hákampinn suður að útnorðurhorni Hafurbjarnarstaðatúngarðs við sjóinn. Liggja svo merkin niður fyrir fyrir sjávarkampinn norðan til í stokkmyndaða klapparvör með mark LM. Þaðan að klöpp sunnanhallt á Lambarifi, er þar mark LM. Þaðan sem sjónhending ræður alla leið á sjó út.“

Af vef Örnefnastofnunar (Reynir á Þekkingarsetri sendi hluta en Baldvin bróðir sendi mér pdf-skjalið sem þetta er úr, 4. ág. 2016).

Sigþór Magnússon